Hæ sit núna upp í háskóla og er að berja saman einu verkefni af þremur sem ég og hópurinn eigum að gera fyrir föstudag. Gengur þokkalega. Í dag uppgötvaði ég alveg ágætis danska hljómsveit Kashmir. Söngvarinn minnir stundum á söngvara Radiohead og það telst nú ekki slæmur kostur. Svo var ég að uppgötva aðra danska grúppu sem heitir Nephew sem er ansi góð og þar á meðal er lagið Superliga. Alveg ægilega skemmtilegt dót. Söngvari þessarar sveitar er einkum frægur fyrir að vera í gríntríóinu "Drengene fra Angora" sem flytja gamanmál einusinni í viku á Danska Rúvinu. Ansi skemmtilegt það sem ég hef séð en maður er nú ekki alveg að skilja allt grínið. Þar á meðal er alveg einstaklega skemmtilegt hjólreiðalið. Hjólreiðar eru mjög vinsælar hér í ríki hafmeyjunnar.
Jæja best að halda áfram.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Blessaður Arnar. þetta er jón ólafur af hátúni 26. ég verð víst að senda þér jólakveðjuna svona því e mailið var eitthvað bilað hjá mér í dag og ég veit víst ekki hvar þið eigið heima lol. flott síða hjá ykkur. vonandi gengur allt vel þarna úti hjá ykkur. það er allt gott að frétta hérna hjá okkur.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

jólakveðja jón ólafur og fjölskylda
soffiak@simnet.is

Vinsælar færslur